Bjartar vonir?

Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu, nánartiltekið á RÚV, um upprennandi fimleikastjörnur og ólympíufara.  Fólk í Kína sendir börn sín í fimleikabúðir þriggja ára gömul og þar eru þau í allt að 6 ár og þjálfa mjög stíft. Ég verð að segja að mér ofbauð algjörlega. Hvernig er þetta hægt???  Eru ekki einhver lög sem ná yfir svona rugl eða leyfist allt í Kína??? Dísús, ég er svo græn að ég hélt að þetta væri ekki hægt eða hvað þá til. Sem móðir tveggja barna, þá tel ég það mikilvægast að þau alist upp hjá sínum foreldrum eða forráðamönnum og fái það sem þau þarfnast, ást og umhyggju.Heart Ekki þrælahald í leikfimissal.  Og til hvers?  Til að verða einhver meistari? Ég held að tími sé komin til að  Kínverjar fari verulega að athuga sinn gang....Shocking


Bláberjablús

Þessa dagana er ég dottin í berjatínslu. Það eru aðalbláber sem aldrei fyrr. Greinarnar svigna undan þungum,stórum, safaríkum berjum. Svo bý ég til sultu úr herlegheitunum. Þetta er algjört lostæti. Ég er alin upp á krækiberjum fyrir sunnan, þá er auðvitað algjör draumur að fá að njóta bláberjanna hér fyrir vestan. júlí 2008 325

 

 

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 326Glæsileg uppskera, ekki satt?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 328

 

Svo er framleiðslan ekki af verri endanum......

 

 

 

 

 

 

 

Þá er best að drífa sig út og tína.........SjáumstSmile


Ennþá smá eftir af sumrinu....

Það er alltaf nóg að gera hjá okkur í sumarfríinu. Á laugardaginn fórum við í sund í Bolungarvík. Þar er vatnsrennibraut og krakkarnir hafa þá nóg að gera.júlí 2008 294 Ólöf Dagmar, Ísabella og Sigurjón Dagur tilbúin í slaginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um kvöldið var farið í Hlíðarvegspúkapartý. Þar var grillað, borðað og sungið. Í lokin var tendrað bál.

júlí 2008 308

 

Sigurjón Dagur að leika sér.

 

 

 

 

 

 

 

 júlí 2008 310

Sumir voru búnir að fá nóg og fór að sofa í kerrunni sinni með  nýja Leiftur mc queen svefnpokann sinn.

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 301

 

 Hljómsveitin í þvílíka stuðinu og spilaði frábærlega. Benni og félagi.

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 304

 

 Hér er verið að afhenda viðurkenningar, til þeirra sem lengst hafa búið á Hlíðarvegi.

 

 

 

 

 

 

 

 júní 2008 038

 

Á sunnudaginn fórum við  í sund á Ísafirði og prinsessan á heimilinu ánægð með helgina.

 

 

 

 

 

 

Sjáumst.Happy

 


Það er enginn Lexus sem toppar minn Land Rover....

Ég trúi alveg að Lexus sé góður bíll og allt það en að Land Rover lendi í neðsta sæti, í þessari athugun, trúi ég alls ekki. Kannski bila þeir stundum.... en hver gerir það ekki á þessum kreppu tímum?  Ég er viss um að þeir gleymdu að taka með í könnunina, hversu lengi þeir endast og ég tala nú ekki um ryðið. Land Roverinn minn er alla vega úr áli og verður eins og nýr alla æfi, ég er viss um það.... 

 Tveir góðir saman. Einn er reyndar orðinn svolítið stærri og reyndari en hinn bara reyndari....

 .Mynd106

Sjáumst.Cool


mbl.is Lexus áreiðanlegasti bíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitrós

Þessa dagana er ég í mínu langþráða sumarfríi. Ég læt mér þó ekki leiðast og nú er ég á fullu að týna blóm, tré og runna í grasasafnið mitt. Um daginn var ég að skoða bók og fann þar rosa flotta plöntu sem lifir villt á einum stað á landinu. Mér datt í hug að gaman væri að skreppa austur  og berja hana augum. En ég hafði svo sem ekki tíma til þess þrátt fyrir þessa ágætu hugdettu. En eins og í sögunni um Barbapabba þegar hann ferðaðist  um hálfan heiminn til að finna Barbamömmu og fann hana svo í garðinum heima hjá sér........ hvað haldið þið að ég hafi fundið bak við húsið í mínum eigin garði?  Glitrós, í öllum sínum skrúða. Mér líður svolítið eins og Barbapabba.....

 júlí 2008 283

 Sjáumst.Smile

 


Sólarströnd

Við erum komin heim á ný til ísafjaðrar eftir vikudvöl í Reykjavík, með viðkomu í Stykkishólmi.Við fórum með Baldri yfir Breiðafjörð og keyrðum svo heim. Við náðum okkur í eins dags sólarlandaferð í Reykjavíkinni og þvílík veðurblíða. Allir skemmtu sér konunglega.júlí 2008 253                                                             

Hér er Ólöf Dagmar að byggja sandkastala.

 

 

 

 

 

 

 

 júlí 2008 255

Sigurjón Dagur ljómaði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 júlí 2008 250

Linda skvísa mætti og Kristófer sonur hennar líka.

 

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 259

 

Hérna er Ólöf búin að grafa Kristófer í sandinn.....Sigurjón kominn í bol. Það er ferlegt að brenna í sólinni.

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 264

 

Það var auðvitað farið í íslenskan sjó.

 

 

 

 

 

 

 

 júlí 2008 261                                                                                                    

 

Þetta var ótrúlegur dagur. Fleiri myndir úr sumarfríinu síðar en í kvöld ætlar Mímmó, og Janin að koma í súpu til okkar. Erum að fara í búðina að versla.

 

 

 

 

 

Sjáumst,Cool


Húsið reddý.

Jæja, hérna koma myndirnar af húsinu mínu" eftir" engin smá smá breyting.júlí 2008 237

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 En hérna kemur ein mynd  úr afmælinu mínu.... ég held ég hafi orðið 25 ára  þann 25 júlí árið ..........júlí 2008 232                                                                                     

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er ég að syngja lög eftir uppáhalds tónlistarmanninn  minn Bubba Morthens. Það var geggjað fjör. Sjáumst.Cool


Að gera upp hús....

Nú er ég að gera upp gamalt hús og það er verið að leggja síðustu hendur á nýtt járn á þakið. Þetta eru ótrúlegar breytingar á húsinu..Ég sendi mynd af húsinu "fyrir" og svo þegar þetta er allt tilbúið fáið þið að sjá það "eftir".Whistling

Sjáumst.

 Fyrir.....


Loksins skýring á minnisleysinu......

Það er mikill léttir þegar maður les svona fréttir. Þegar börnin fara að sofa heilu næturnar án þess að vekja mann og maður nær 8 tíma svefni í einni lotu, þá getur maður farið að nota heilann aftur.apríl2008 043Cool
mbl.is Góður svefn getur eflt minnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifréttir af Þresti

Þröstur er nú kominn á fjóra fætur. Hann þurfti smá hjálp við það. Hann var hífður upp í poka sem hann er með um sig miðjan og látinn stíga í fæturna smátt og smátt. Hann sem sagt allur á batavegi.júlí 2008 042Smile

 

 

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 044

 

Það væsir ekki um Þröst í veðurblíðunni, með græna grasið allt í kring.

 

 

 

 

 

 

Sjáumst.Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband