Búsáhaldarbyltingin lifi.....

Það er ótrúlegt minnisleysi og lygasýki, sem hrjáir mannskapinn í þessum flokki. Ég er löngu búin að fá nóg af öllu þessu flokka bulli. Búsáhaldarbyltingin á heiður skilið fyrir framtak sitt í vetur, annars væru sennilega þessir menn þarna ennþá.......nei takk... ekki fyrir mig.


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei hérna líka...en ég segji ekki nei takk...ég segji: NEI FUSS OG SVEI

### (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:52

2 identicon

Það er naumast hvað ,,búsáhaldabyltingin" bar árangur. Var ekki viðkvæðið hjá þeim er í forsprakki fyrir þessu fólki var að nýtt fólk tæki við. Sameiginlegur þingsetutími ráðherrana tveggja ,Jóhönnu og Skallagríms eru ekki nema 64 ár.

Afhverju lifir ekki krafan um endurnýjun.

Það vita allir hverjir stóðu á bak við þeim múgæsingi sem átti sér stað á þessum tíma.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 02:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Það vita allir hverjir stóðu á bak við þeim múgæsingi sem átti sér stað á þessum tíma."

Þorbjörn, endilega segðu okkur hverjir þetta voru? Ég er greinilega ekki "allir" því ég er ekki klár á þessari vitneskju sem þú fullyrðir að sé á allra vitorði.

Ég mætti nefninlega af eigin frumkvæði á fyrsta mótmælafundinn sem var boðaður opinberlega í haust, á Arnarhóli við Seðlabankann, sama dag og ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum, sem ég hafði verið skráður í frá því ég fékk kosningarétt. Tveimur helgum áður stóð ég reyndar á Austurvelli þegar Alþingi var sett, ásamt nokkrum mönnum sem voru að mótmæla kvótakerfinu, en ég sá engan annan sem var þar beinlínis vegna atburðanna í tengslum við bankana. Það má því með góðum vilja halda því fram að ég hafi verið fyrstur til að mótmæla á Austurvelli vegna efnahagshrunsins, þó að ég hafi svo sem ekkert reynt að eigna mér þann heiður sérstaklega.

Það hefur enginn úr ungliðahreyfingum VG, Samfylkingarinnar, Félagi Óþokka og Bófa né neinum öðrum hópum haft samband við mig vegna þessa máls. Konan mín er reyndar vinstri-græn en hún mætti aðeins á einn mótmælafund með mér. Á Austurvelli í vetur mátti aðeins sjá eitt flokksmerki: Sjálfstæðisflokksins, oftast reyndar í neikvæðu samhengi á mótmælaskiltum. Það má vel vera að einhverjir þeirra sem þar voru hafi tilheyrt áðurnefndum hreyfingum, en ef svo er þá þekkti ég þá allavega ekki úr hópnum, það voru helst anarkistarnir sem voru auðþekkjanlegir en þeir styðja engan flokk. Ég hitti hinsvegar fullt af fólki sem ég veit vel að tilheyra ekki neinni sérstakri hreyfingu eða hafa jafnvel hægrisinnaðar skoðanir á pólitík eins og ég sjálfur.

Ég hafði lengi vitað að FLokkurinn væri hálfgerð klíka, en trúði því samt lengi að þetta væri samt góðviljað og skynsamt fólk að mörgu leyti. Í vetur hefur hinsvegar slík spilling og vanhæfi flokksforystunnar og þingmanna verið afhjúpuð að það er bókstaflega glæpsamlegt. Sú stefna að eiga svona "náið samstarf" við atvinnulífið og fjármagnseigendur, miklu nánara en það samstarf sem stjórnmálin eiga að hafa við þjóðina sjálfa, er hreinlega farin að jaðra við fasisma. Sem festist svo rækilega í sessi með kosningu formanns sem einnig var stjórnarmaður e1Ns af olíusamráðsfélögunum, og þá þótti mér sem merki FLokksins hefði endanlega verið gúmmístimplað á svínaríið og hagsmunatengslin. Uppljóstranir um styrkjamál FLokksins hafa nú sýnt fram á að þessi tilfinning mín var ekki út í hött. Það er eitt að beita brellum til að ná völdum í pólitík, það gera líklega flestir að einhverju marki, en svo er annað mál hvernig menn fara með völdin þegar þeim er náð, í þessu tilviki var það mjög illa og unnið fyrir ranga umbjóðendur á öllum sviðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi það með þér Sigga mín, ótrúlegur andskoti þessi spilling innan Sjálfstæðisflokksins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband