Glitrós

Þessa dagana er ég í mínu langþráða sumarfríi. Ég læt mér þó ekki leiðast og nú er ég á fullu að týna blóm, tré og runna í grasasafnið mitt. Um daginn var ég að skoða bók og fann þar rosa flotta plöntu sem lifir villt á einum stað á landinu. Mér datt í hug að gaman væri að skreppa austur  og berja hana augum. En ég hafði svo sem ekki tíma til þess þrátt fyrir þessa ágætu hugdettu. En eins og í sögunni um Barbapabba þegar hann ferðaðist  um hálfan heiminn til að finna Barbamömmu og fann hana svo í garðinum heima hjá sér........ hvað haldið þið að ég hafi fundið bak við húsið í mínum eigin garði?  Glitrós, í öllum sínum skrúða. Mér líður svolítið eins og Barbapabba.....

 júlí 2008 283

 Sjáumst.Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannski er hún ættuð úr Holtsdal

Hólmdís Hjartardóttir, 7.8.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Mig grunar að þau Laufey og Höskuldur hafi plantað henni þarna  fyrir c.a. 12 árum. 

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband