Bjartar vonir?

Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu, nánartiltekið á RÚV, um upprennandi fimleikastjörnur og ólympíufara.  Fólk í Kína sendir börn sín í fimleikabúðir þriggja ára gömul og þar eru þau í allt að 6 ár og þjálfa mjög stíft. Ég verð að segja að mér ofbauð algjörlega. Hvernig er þetta hægt???  Eru ekki einhver lög sem ná yfir svona rugl eða leyfist allt í Kína??? Dísús, ég er svo græn að ég hélt að þetta væri ekki hægt eða hvað þá til. Sem móðir tveggja barna, þá tel ég það mikilvægast að þau alist upp hjá sínum foreldrum eða forráðamönnum og fái það sem þau þarfnast, ást og umhyggju.Heart Ekki þrælahald í leikfimissal.  Og til hvers?  Til að verða einhver meistari? Ég held að tími sé komin til að  Kínverjar fari verulega að athuga sinn gang....Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband