25.6.2008 | 20:47
Vegagerð 21. aldarinnar
Í dag skrapp ég í smá leiðangur. Á leiðinni þurfti ég að fara yfir tvær heiðar. Annars vegar er það Hrafnseyrarheiðin og hins vegar er það Dynjandisheiðin. Báðar þessar heiðar eru "færar" á þessum tíma árs. Nú er loksins búið að fylla eins meters djúpu holurnar sem Dynjandisheiðin þjáist svo af, haust og svo vetur og vor. Vandamál sumarsins er að þar sem vegurinn er svo mjór þá er ekki hægt að mæta bíl nema stoppa út í kanti, lenda í árekstri eða húrra niður snarbrattar hlíðar.(Ég hef prófað allt af þessu og mæli eindregið með því fyrstnefnda). Þessi vegur sem um er rætt er alveg vonlaus og ætti vegagerðin að skammast sín fyrir að bjóða upp á þessa hörmung. GSM sambandið er einnig til háborinnar skammar á þessu svæði. Taki þeir til sín sem eiga.
Sendi svo mynd að lokum frá framtíðarsvæði svokallaðrar olíuhreinsistöðvar.......Halló er ekki einhver heima??????
Kveðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.6.2008 | 13:28
Lengi von á einum
Í gær fórum við í enn eina veiðiferðina. Málið er að ég fékk þessa fínu veiðistöng á bensínstöðinni, á þvílíku dúndurpunktatilboði. ég er nú ekki vön að fá neitt nema litlar "bröndur" en vitir menn, í fyrsta kasti fékk ég heilan sílamáf......... Við náðum að fiska greyið upp og sleppa honum lausum. Svo var mokveiði af kola,sem við reyndar slepptum einnig lausum..... Ég sver það þegar við svo horfðum í átt til hafs, sáum við eitthvað stórt og hvítt........
Kolaveiðimaðurinn...
...alsæll og glaður.
Sjáumst.
Björninn væntanlega rolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 18:07
Alltaf sama blíðan á Ísafirði
Í dag er sól og blíða hér hjá okkur. Ekkert útlit fyrir annað.....
Sendi nokkrar myndir úr blíðunni.....
Sigurjón Dagur að vökva kartöflurnar.
afi í sólbaði
og ég líka
Svo elduðum við kolana sem veiddust í gær. Namm..
Ein mynd af mér og Bröndu, alger kelirófa, þótt víða væri leitað.
Sjáumst.
Þrumuveður gengur yfir landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 16:10
Breiðavíkur málið Stóra
Nýlega í fréttum var talið við konu, móðir manns, sem var fórnarlamb, í Breiðavíkurmálinu. Hún sagði að enn væru ekki komnar bætur til þeirra, sem ættu á þeim rétt. Tveir af mönnunum eru látnir og sonur þessara konu er veikur. Hvað er að gerast hjá stjórnvöldum? Er ekki kominn tími til að fara að gera eitthvað í málinu? Ef eitthvað á að gera verður að gera það strax! Þetta getur ekki þurft að taka svona langan tíma. Okkur finnst núna tími til að gera eitthvað og ætlum því að hefja söfnun til að borga þessu fólki. Við leggjum fram 100.000 krónur. Á morgun munum við stofna reikning í þágu Þessa fólks. Við vonumst eftir góðum viðbrögðum frá ykkur.
Kveðja. Tvær úr tungunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 21:24
Glæpur
Dýraníðings leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 18:08
Veiðiferð
Í dag fór sonur minn með nýju veiðistöngina sína, sem hann fékk í afmælisgjöf, niður á bryggju að veiða.
Hérna er hann kominn í björgunarvestið og tilbúinn í slaginn.
Þarna eru feðgarnir komnir á höfnina.
Pabbi að kenna Snúllanum að dorga. Hvenær ætli bíti á?
Ég held það sé fiskur kominn...........
Passa sig að missa hann ekki...
Svo er að landa honum, alveg rosalegur veiðikarl þessi strákur sem ég á....
Mjög skrautlegur, lítill marhnútur , sem fékk að sleppa aftur til mömmu sinnar.
Sumir mjög stoltir af sjálfum sér. Veiðin var: tveir litlir marhnútar, sem fengu frelsið á ný og þrír kolar sem verða eldaðir á morgun.
Ólöf Dagmar er núna í Ölveri ásamt Karólínu vinkonu sinni og ég vona að þær skemmti sér vel. Hlökkum til að sjá þær í næstu viku.
Tveir heimilismeðlimir sem voru búnar að koma sér vel fyrir nóttina. Í rúminu hennar ömmu.
Frábært að búa svona úti á landi í frelsinu. Sjáumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 22:32
Pissað í skóna aðgerðir
Hvað ætli þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar dugi langt? Hvaða íbúðartutlu fær maður á 20 miljónir?Var ekki hugmynd um að leggja þennan ágæta sjóð niður? Spyr sú sem ekki veit....
Fórum á veiðar í dag.. neei ekki ísbjörn þetta skiptið.... bara lítil brún mús... blessuð sé minning hennar. Bæó og góða helgi. Ætlum á alvöru veiðar á morgun, lax eða eitthvað.
Breytingar á Íbúðalánasjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 22:02
Hvað heldur þú?.. Ernauðsynlegt að skjóta þá???
Við erum hérna á algjörum bömer , sjá ekki úr augunum út.....
Vorum að hlusta og horfa á okkar "Einlægan Forsætisráðherra" og komumst að þeirri niðurstöðu eftir áhorfið: Hvað meinti maðurinn og hvað stóð á spjöldunum fyrir aftan hann???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 19:46
Landið var fagurt og hvítt....
Daprir en um leið sáttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2008 | 18:51
Ísbjarnarblús
Greinilega hefur eitthvað mistekist í Ísbjarnarmálinu Stóra og er hann nú allur.
Sorglegt að mínu mati. Ég verð að segja að þrátt fyrir að allir hafi haft góðan vilja, býr sorg í mínu hjarta. Von mín var að hægt væri að bjarga Bangsa og koma honum til heimkynna sinna, en það brást......
Ég vona að þetta hafi verið Birna komin yfir "barneignir" og þvíumlíkt...............kveðja.
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)