16.6.2008 | 21:27
Afmæli
Í dag á sonur minn afmæli, og er orðinn þriggja ára.
Þessa mynd tók ég í morgunn þegar hann fór á leikskólann sinn með regnhlífina. Það rigndi og blés dálítið í dag.
Seinni partinn var haldin veisla og það var rosa gaman.
Afmælisbarnið.
og kakan
Pabbi kom í veisluna og líka langi afi. Eftir svona fjör verður maður þreyttur, þrátt fyrir að vera orðinn þriggja ára.
Til hamingju með daginn elsku Sigurjón Dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 23:27
Rækja, krabbi, refur
Um helgina fórum við á flakk.Sáum Dynjandafossinn.
Skoðuðum lítil sjódýr eins og rækju....
Svo sáum við Snúð, hestinn okkar, og folöldin
Síðan sáum við Refinn hjá Heikó.
Hér kemur svo gamla settið í rómantískri fjöruferð....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 22:38
Dísús Críst
Eru ekki allir á þvílíkum bömmer? Hvað er að gerast með BENSÍNVERÐIÐ? Í dag ákvað ég og mamma að nú skyldum við fara að spara og ganga allar okkar ferða.... Eða svona næstum því..... En hvað um það, ég hringdi í FÍB, og spurði um vistvæna bíla og aðalmálið er að, árið 2011 koma Rafmagnsbílar og lesendur kærir, þá komast þeir á 4 sekúndum í hundraðið og þurfa aðeins hleðslu eftir 400 kílómetra! Er þetta ekki brilljant? Hvað finnst ykkur?
Kveðja. Sendi hérna mynd af upprennandi Landrover eiganda... rafmagns...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 21:54
Sumarið er tíminn framhald...
Í dag gifti uppáhalds tónlistarmaðurinn minn sig. Til hamingju. ...
Vinkona mín sagði mér frá því að barnsfaðir hennar varð skyndilega veikur í dag. og gat þar af leiðandi ekki "tekið" son sinn í " pössun"... Það er alltaf slæmt að fá flensu, reyndar alveg hræðilega leiðinlegt En ég held reyndar að maðurinn sé kominn með "EM VEIKINA"..... en hún lagast þegar þessi andskotans fótbolta steypa klárast í sjónvarpinu. Hvort hann geti þá tekið strákinn þegar það klárast er annað mál! En hvað ef vinkona mín veiktist? hvað gæti hún hugsanlega kallað það?
Sendi mynd af mínum elskulega syni með flóðhestinum.
Bæó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2008 | 20:29
Sumarið er tíminn
Í dag er afmælisdagur uppáhalds tónlistarmannsins míns. Til hamingju (Þetta les hann varla....) Ég er með ægilega einhæfan tónlistarsmekk, en ég man þegar ég sá myndina með Jhonny Cash, þá keypti ég diskinn og hlustaði smá stund, en allt kom fyrir ekki Bubbi kominn aftur í tækið og verður þar.... Ég er hætt að reyna að hafa fjölbreyttan tónlistarsmekk, það bara tekst ekki. Í dag er einnig dagur til að fá sér DVD diska og horfa á allt sem maður hefur "misst" af í bíó, EM í fótbolta er nefnilega byrjað. Ekki svo að skilja að það sé mikill tími fyrir sjónvarpsáhorf en kommon...
Ég sendi mynd af syni mínum þar sem hann er algjörlega búinn að ná tökunum á hjólinu með "hjólaradekkjunum" þökk sé ömmu sem var að kenna honum.
Bless í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 20:47
Enn eitt Ísbjarnarbloggið
Ég er ekki vön að blogga nema kannski einu sinni í mánuði eða svo, en nú er nýbreytni.. farin að blogga tvisvar á dag. Get ekki orða bundist, en í fréttum í kvöld í sjónvarpinu voru auðvitað fréttir af ísbjarnarveiðunum og ég verð að segja að mér finnst nú aðeins of langt gengið, vægast sagt að veiðimennirnir láta mynda sig með hræinu. Svona eins og um þvílíkt afrek var að ræða. Var ekki alveg yfirdrifið að lóga greyinu? Ég man þegar ég var fjögra ára og veiddi "lítinn" fisk. Ég vildi endilega fá svona frægðar mynd af mér með "fiskinum" en undirtektir voru litlar. Svo loksins þegar látið var undan var ég komin í svo mikla fýlu að ég stakk fiskinum í vasann ( hann var ekki stór) og þannig endaði mínar afreksmyndir. Ég léti aldrei mynda mig með einhverju dýri sem ég dræpi enda fer ég aldrei á veiðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 15:54
Ekki lengur gúrkutíð
Um daginn fyrir svona rétt viku, varð mér á orði við vinkonu mína , sem kom hingað vestur til að hjálpa mér í öllu mínu brasi, að það væri bara engar fréttir lengur. Alltaf sama kreppu talið og greinilega ekkert að gerast. En stuttu síðar reið yfir jarðskjálfti með öllu því sem honum fylgdi. Erum reyndar örugg hér á Vestfjarðarkjálkanum! Svo nýjustu fréttir: Ísbjörn kominn á Kakann. Alltaf lagast það. Sendi inn nokkrar mundir frá síðustu viku. Mikið að gera á stóru heimili.
Þettta er Sigurjón Dagur nýmálaður....
Hjálparhellurnar að ná í dýnu.
Þetta er Ólöf Dagmar, sú sem málar bróður sinn.
Sumir orðnir þreyttir í meira lagi.
Sigurjón Dagur á sjómannadaginn. Rosa stuð við höfnina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 23:29
Dagurinn á morgunn
Á morgun er ég að fara á námskeið í tannlækningum hesta. Tími til kominn að læra eitthvað nýtt og spennandi. Námskeiðið verður haldið á Selfossi og þangað verð ég að komast helst fyrir kl. 9 í fyrramálið en þar sem flugvélar berast ætíð seint hingað til Vestfjarða og enn seinna til RVK verð ég kanski komin kl. 12 á Selfoss. En ég missi vonandi bara af einhverju leiðinlegu blaðri og fæ svo með mér aðalatriðin. Hef myndavélina með mér... svo sjáum við til.
Gleðilegan fyrsta maí
Bestu börn í heimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2008 | 01:00
Gleðilegt sumar
Loksins er sumarið komið og til hamingju með það. Það sem dró mig á bloggið efti kaldan og snjóþungan vetur, var þáttur sem ég sá á RÚV í kvöld um olíukreppuna. Olían er að verða búin... og barnabörnin mín komast ekki til útlanda, alla vega ekki með flugvél.... Það er nú svo sem í lagi. En hvað var verið að tala um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum? Greinilega algjör tímaskekkja, þótt víða væri leitað...
Hafið það sem best í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2007 | 00:39
Í lok sumars.
Nú fer að hausta, september er kominn. Haustin finnst mér alltaf góður tími. Á námsárunum var gaman að fara í skólann og byrja nýja önn. Ég var nú svo heppin að vera í Noregi í skóla í 5 og 1/2 ár. Ótrúlegt hvað Norðmenn eru almennilegir að gefa okkur pláss. Í mínum skóla var aðeins 1 Íslendingur tekinn inn ár hvert, og þetta var bara af einskærri góðvild og frændsemi af þeirra hálfu. Ég á þeim margt að þakka. Ég hef reyndar ekki heimsótt landið, sem er eiginlega heimaland mitt númer tvö, frá því ég yfirgaf það 1998. Sumt geymir maður þar til síðar. Eitt af því fáa sem ég tók með mér frá Noregi var Sara. En Sara var scheffer hundur sem fæddist sumarið sem ég útskrifaðist. Hún dó fyrir viku síðan. Búin að þvælast með mér hvert sem ég fór. 10 ár eru ekki svo lengi að líða, þó margt gerist á þeim tíma. Ég sakna Söru minnar sárt. En nú er sólin hætt að skína hér á hjara veraldar í bili og rigningin tekin við. Bráðum kemur vindurinn, haustið og snjórinn... en sumarið líður alltof fljótt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)