Vegagerð 21. aldarinnar

Í dag skrapp ég í smá leiðangur. Á leiðinni þurfti ég að fara yfir tvær heiðar. Annars vegar er það Hrafnseyrarheiðin og hins vegar er það Dynjandisheiðin. Báðar þessar heiðar eru "færar" á þessum tíma árs. Nú er loksins búið að fylla eins meters djúpu holurnar sem Dynjandisheiðin þjáist svo af, haust og svo vetur og vor. Vandamál sumarsins er að þar sem vegurinn er svo mjór þá er ekki hægt að mæta bíl nema stoppa út í kanti, lenda í árekstri eða húrra niður snarbrattar hlíðar.(Ég hef prófað allt af þessu Haloog mæli eindregið með því fyrstnefnda). Þessi vegur sem um er rætt er alveg vonlaus og ætti vegagerðin að skammast sín fyrir að bjóða upp á þessa hörmung. GSM sambandið er einnig til háborinnar skammar á þessu svæði. Taki þeir til sín sem eiga.

Sendi svo mynd að lokum frá framtíðarsvæði svokallaðrar olíuhreinsistöðvar.......Halló er ekki einhver heima??????

júní 2008 189

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kveðja.W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Flott mynd en pældu í því Sigga að nú er verið að semja þykkar skýrslur fyrir vestan um hvort mögulegt sé að hreinsa olíu á Vestfjörðum á sama tíma og enginn pælir í því í Atvinnuþróunarfélaginu hvort ekki sé mögulegt að veiða meira af þorski en nú er veiðin rétt um 30% af því sem hún var að jafnaði áður en uppbyggingarstarfið hófst.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2008 kl. 20:57

2 identicon

Fallegt!

Þessar vestfjarðarholur kostuðu mig 50 þús. kalla viðgerð í einni ferð suður í haust - ansi dýr ferð það, var um tíma að spá í að senda vegagerðinni reikninginn, en so be it! ég meikaði bara ekki að keyra þetta á skitnum 60km/h svo I´m to blame.

Jamm, svei fyrir olíuhreinsidisasternum - en kannski að sú kreppa sem liggur framundan á olíumarkaðnum nái að bjarga þessu stóriðjusamsæri þegar eftirspurnin minnkar snarlega. Ég ætla að taka strætó á morgun ;) og svo á ég þetta fína hjól líka og ætla að gera prívatuppreisn gegn þessu kjaftæði.

Annars sá ég skemmtilega mynd um daginn - The 11th Hour - og var mjög hrifin af þeirri pælingu t.d. að framleiða rafmagn með mekkanisma undir dansgólfum á stórum skemmtistöðum - geðveik hugmynd! 

Allir út að dansa ;)

Martha (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:34

3 identicon

Ég veit að þetta olíudæmi sé tóm steypa, svo ekki sé nú meira sagt.  vildi frekar heilbrigðan fisk úr sjó. Martha sammála með strætóinn. Labba á morgunn.

sigga (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:11

4 identicon

Sæl Sigga,jú þeir ætla að fara að bora þessari olíuhreinsistöð niður hérna við hliðina á mér.En við vonum nú samt að þetta verði nú aldrey

Með kveðju úr Ketildölum

Maja (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:27

5 identicon

Ég er vona einnig að þetta verði aldrei að neinu iðnaðarsvæði. Þetta er frábært landslag svo búa þarna æðarkollur,hestar, kindur og fleira fólk.Vona að sumir jafni sig sem fyrst. Kveðja. Sigga.

Sigríður Inga (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband