Vegakerfi í "sundur"

Í gær, fór ég til Patreksfjarðar og nágrenni eins og ég þarf stundum að gera. Mér sýnist á öllu að ég hafi haft heppnina með mér að komast til baka, heim til Ísafjarðar áður en vegirnir fóru í sundur. Reyndar var ansi mikið farið að hvessa og rigna í gærkvöldi og vegirnir orðnir EIN STÓR HOLA...... júní 2008 189

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var ekki alveg svona heiðskýrt í gær en maður verður að ylja sér við eitthvað.....

júní 2008 234

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Mér finnst ég alltaf vera að nöldra yfir slæmum vegum á þessum blessuðum heiðum...... En útsýnið er allavega gottCool SjáumstWink


mbl.is Miklar vegaskemmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur "kreppuráð"

Ég er ekki viss um hvaða plánetu íslenskir ráðamenn búa á....... Hvað kallast þegar allt sem maður kaupir, hækkar og hækkar, en launin standa í stað? Þegar lánin og verðbólgan rjúka upp og "stakkars" krónan verður minna og minna virði? Ef ekki kreppa, hvað þá?... En ég luma nú á nokkrum ráðum sem ég sjálf, nú þegar tekið í notkun.  Nr.1  Sódastímtækier ómissandi. Það er að vísu smá fjárfesting í græjunum en ég fór bara niður í geymslu og fann eitt nothæft og enn kosta ekkert íslenska hreina vatnið. 700 kall fyrir áfyllingu af gosi sem dugar í örugglega 10 líta af vatni. Fyrir utan hollustuna í staðinn fyrir alla lítrana af diet kókinu sem ég torgaði áður. Nr.2  Rækta eigin kartöflur.Að vísu kostar útsæðið eitthvað og smávegis vinna við þetta.... En við verðum að hugsa lengra, við þurfum að kunna þetta með eigin matvælaframleiðslu, þegar matvælaskorturinn skellur á....Ágúst 2008 156

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En umram allt njóta lífsins þar sem maður lifir nú bara einu sinni.Ágúst 2008 152

Svo aðeins úr einu í annað....

 

 

 

 

Þessi yndislega Rós er akkúrat þessa dagana að skarta sínu fegursta í "Garðinum okkar"

 

 

Var einhver að tala um kreppu......Shocking Sjáumst.Cool

 

 

 

 


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsmæðrahelgi

Þessa helgina er ég búin að vera í "húsmæðraorlofi". Börnin eru í góðri pössun og ég hef bara verið að hugsað um sjálfa mig. Ég er búin að undirbúa grasasafnið mitt, svo ég fer næst að líma það inn. Reyndar eyðulöguðst nokkur tré og runnar en ég hef enn tíma til að finna ný eintök.Óperan mín nýja er alveg ágæt og mér sýnist hún ætla að virka hjá okkur og öfugt. Ágúst 2008 003 

Hér er Árný vinkona og Frida Ópera á góðri stund í  Tjöruhúsinu

 

 

 

 

 

 

 

Þar er ekki annað sagt en lífið er gott og skemmtilegt þessa dagana og ég er svo ánægð með að hafa dottið niður á skemmtilega námið í garðyrkjuskólanum og mér finnst þetta æðislegt. Spennandi og gefandi.

júní 2008 188Hér er heimsins besti, sætasti og duglegasti sonur.

 

 

 

 

 

 

 

 

júní 2008 250

 

...og prinsessan með Bröndu.

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum sendi ég mynd af okkur með Jorunni, óperan sem var hjá okkur í tvö ér en er nú farin aftur til Svíþjóðar að læra hjúkrun. Jorun er frábær og við erum mjög heppin að hafa kynnst henni.júlí 2008 323

 

Ólöf, Jorun, ég og Sigurjón Dagur

 

En nú verð ég að þjóta... það eru bara 2 tímar eftir af húsmæðraorlofinu og ég verð að nýta þá vel.

 

 

 

 SjáumstWink

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Framtíðarbörnin

Það er ótrúlegt hvað íslenska ríkið leggst lágt gagnvart ljósmæðrum þessa lands. Af hverju geta ráðamenn þessa lands ekki greitt þessari stétt mannsæmandi laun???  Ég var nú þeirra gæfu aðnjótandi að fæða mín tvö börn með hjálp frábærra ljósmæðra. Hvað verður um allar fæðingar þegar ljósmæður hætta störfum eins og von er á ef ekki verður við þær samið? Ég held það sé tími kominn á að ráðherrarnir lækki aðeins við sig launin og hækki þau annarstaðar...Þú veist hvað ég meina.júní 2008 213

 

 

 

 

 

 

 

 

Börnin... það dýrmætasta sem við eigum


mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfis Vestfirði á einum degi.....

Það getur vel verið að hugmyndin að sameiningu allra sveitarfélaga á Vestfjörðum sé góð. En ýmislegt dettur mér þá í hug,og þá þetta fyrst og fremst.Hvernig eru samgöngur milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar?  Ágætt að Þingeyri en þá tekur við tvær heiðar sem ekki eru ruddar vegna snjóa frá Desember til lok apríl.Einu sinni var flug tvisvar í viku milli Ísafjarðar og Bíldudals yfir vetrartímann en það var lagt af. Eitt skipti fór ég keyrandi frá Ísafirði til Patreksfjarðar með því að keyra um djúpið. þetta var eina færa leiðin á miðjum vetri. Fram og til baka voru þetta um 1300 kílómetrar.  Á sumrin getur verið ágætt að komast um þessar heiðar, en stundum, ef t.d. það hefur rignt mikið er þessi leið, algjör hörmung. Stórar djúpar holur. mjóir vegir, einbreiðar brýr og svona mætti lengi telja. Leiðin til Hólmavíkur frá Ísafirði tekur aldrei minna en þrjá klukkutíma, nema þá maður brjóti lögin um hámarkshraða..... Mikið nær hjá Hólmavík að sameinast Reykjavík, Það er álíka langt þangað og til Ísafjarðar. Það er örugglega mikið sem þarf að skoða til að svona stórt svæði verði að einu. Allavega þarf vegakerfið eitthvað mikið að breytast. En það verður spennandi að fylgjast með umræðunni næstu ár um þetta mál.júní 2008 193

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sjáumst.Undecided


mbl.is Vestfirðir sameinist í eitt sveitarfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitaveita Vestfjarða?

Það er vonandi að leitin beri árangur þetta skiptið. Maður fer að láta sér dreyma um gróðurhús og alles. Sé alveg fyrir mér tómata og gúrkuræktina.... Heitt vatn í pottinn daglega... og svona mætti lengi telja. Kannski að rafmagnsreikningurinn lækkar eitthvað líka....Cooljúní 2008 209

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrar potta myndir.júlí 2008 141

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SjáumstWink


mbl.is Bjartsýnir á að heitt vatn finnist í Tungudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utrýming vörtunar

Í dag fór ég með mína yndislegu dóttur til læknis. Málið var að hún var með vörtu rétt fyrir neðan nefið sem var alls ekki frýnileg. Ég var búin að gera heiðarlega tilraun til að fjarlægja vörtuna fyrir um hálfu ári síðan, en hún var sem sé komin aftur og virtist ætla að slá met í stærð ,svona ef ekkert yrði að gert. Dóttirin var nú ekki alveg á því að það þyrfti eitthvað stórtækar aðgerðir við að fjarlægja greyið og spurði mig hvort hún gæti ekki bara fengið svefn pillu og svo þegar hún vaknaði yrði vinkonan farin. En læknirinn var með ráð undir hverju rifi og sagðist bara myndi deyfa húðina, svo hún fyndi ekkert til..... En dóttir mín veit alveg að nálar stinga, í lang flestum tilfellum, svo þetta sló ekki alveg í gegn. En allt þetta hafðist á endanum og vartan er farin... allavega í bili. Mér fannst hún standa sig  vel. Ágúst 2008 145Hérna er hún og auðvitað svolítið stolt enda mjög dugleg,sæt og umfram allt góð stelpa.Smile

Sjáumst.Wink

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Níu líf kattarins

Ég segi það og stend við það: Kettir eiga minnst níu líf.... júlí 2008 049

 

 Þessi var einnig mjög "heppinn" í óheppninni og slapp alheill eftir að fá grein 4 sentímetra inn í augntóftina.

Þá dettur mér í hug málshátturinn:  Að sjá flísina í auga náungans en alls ekki bjálkann í sínu eigin.....

 

 

 

SjáumstWink

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Enginn aukvisi þessi kisi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpskokkur....

Þá er það kartöfluuppskeran. Haustið er yndislegt. Nýjar kartöflur beint úr garðinum mínum.júlí 2008 329

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í kvöld kom vinkona mín hún Árný og maðurinn hennar hann Snorri, í mat til okkar. Við elduðum nautalundir og alíslenskar kartöflur úr "garðinum okkar"  bláber og ís í eftirrétt.

Mikið rosalega langar mig til að verða sjónvarpskokkur.......Whistling

Sumir eru allavega glaðir með uppskerunajúlí 2008 332... SjáumstWink


Fiskur á hverjum degi....

Hér fyrir vestan, fer maður bara niður að sjó og veiðir sér í soðið. Skötuselur, þorskur ýsa og hvað allt þetta nú heitir. júní 2008 146Kostar ekki neitt..... Cool

 

 

 

 

 

 

 

 

 

júní 2008 177

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

júní 2008 164

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Algjör veisla...Wink

 


mbl.is 82% verðmunur á skötusel í fiskbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband