Lánin endalausu......

Það hafa margir hrikalegar sögur að segja af sínum bankaviðskiptum. Lánin hækka og hækka þrátt fyrir að fólk borgi og borgi og borgi og.......Hvar endar þetta. Verður fólksflótti frá litla Íslandi. Maður heyrir um gull og græna skóga í Noregi og víðar. Hvað gera bankarnir þá? Þeir hljóta að sitja uppi með ógrynni af  íbúðum og húsum sem enginn hefur ráð á. Hversu lengi getum við þolað þessa verðtryggingu á okkar lánum?  Ber virkilega enginn ábyrgð á þessu nema almenningur sem ætlaði aðeins að skaffa sér þak yfir höfuðið? Svar óskast sent.......Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Mikið vildi ég að ég hefði einhver svör..... en því miður ekki.

Linda litla, 25.9.2008 kl. 17:03

2 identicon

Einkaneysla og sala fasteigna er að dragast saman hér vegna hækkandi vaxta. En, og það er heila málið, hér er verðbólga lág og verðtrygging þekkist að sjálfsögðu ekki.  Lánin rjúka ekki upp úr öllu valdi. Við hjónin vitum hvenær lánið er uppgreitt, vegna þess að það lækkar  við hverja afborgun.  Hvaða lán á Íslandi gera það ?  Ég endurtek bara það sem ég hef áður sagt:  Ég skil ekki hversvegna við vorum að þræla okkur út fyrir bankann okkar á Íslandi. Hér getum við lifað eins og manneskjur og sinnt hvort öðru og börnunum almennilega, í stað þess að vera alltaf að vinna fyrir lánunum.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband