Kindur,klukk og kisa

Í gær þurfti ég að skreppa aðeins út í sveit og á leiðinni í myrkri og roki munaði minnstu að ég keyrði niður tvær kindur. Ég var ekki á mikilli ferð (sem betur fer) og bremsuborðarnir brunnu yfir. Á meðan ég lá á bremsunni, og reyndi að koma í veg fyrir slys, þá hugsaði ég: ég keyri ekki á þessar kindur, ég hef "sloppið" við það hingað til og ég skal sleppa áfram...... og þær rétt sluppu, sem betur fer.

En ég var klukkuð...

Fjögur störf sem ég hef unnið:

  1. Fiskvinnsla í Hraðfrystistöðinni Reykjavík, sumarið 1984
  2. Sveitastörf í minni ylhýru sveit á Hvítanesi í Skilmannahrepp (mörg sumur)
  3. Ísbúð (fór þá aðeins að bæta á mig, þrátt fyrir að hlaupa heim eftir vinnu sem var c.a. 10 km
  4. Héraðsdýralæknir á Ísafirði

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

  1. Fargo
  2. The Shawshank redemption
  3. Rokk í Reykjavík
  4. Cars

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

  1. Reykjavík  Alltaf með reglulegu millibili
  2. Akureyri  Einn vetur 1987-1988
  3. Osló  1991-1998
  4. Ísafjörður  1999- er hér enn....

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

  1. Aðþrengdar eiginkonur (algjörlega í uppáhaldi)
  2. Bráðavaktin (alltaf nóg að gerast)
  3. Beðmál í borginni
  4. Dýrin mín stór og smá.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  1. Grikkland
  2. Lanzarote
  3. Franska Riverían
  4. Í sumarbústaðinn hjá bróður mínum.Bústaðurinn er rétt fyrir utan Reykjavík, kannski maður byggi sér lítinn kofa þar í framtíðinni... hver veit?

Fjórar síður sem ég skoða:

  1. BB.is
  2. MBL.is
  3. Skutull.is
  4. Skóli.is  Námið í garðyrkjuskólanum á hug minn allan þessa dagana.

Fernt sem ég held upp á að borða

  1. Lasagnae, sem ég bý til sjálf
  2. Djúpsteiktar rækjur
  3. Lambalæri ala mamma
  4. Draumur frá Freyju, svona litlir bitar.. namm

Fjórar bækur sem ég held upp á:

  1. Berlínaraspirnar Anna B Ragde
  2. Kuðungakrabbi  Anna B Ragde
  3. Þrúgur reiðinnar John Steinbekk... Lang lang besta bók sem ég hef lesið
  4. Sjálfstætt fólk  Meistaraverk

Fjórir staðir sem ég vildi vera á:

  1. Á Skarpó ásamt fjölskyldunni
  2. Karapískahafinu
  3. Labba laugaveginn í góðu veðri Frá Landmannalaugum í Þórsmörk
  4. Hestaferð .... en ekki á Dyjandisheiðinni í rigningu og roki

Fjórir sem ég ætla að klukka:

  1. Sigurjón Þórðarson
  2. Jóna Ben
  3. Nanna
  4. Vefritið.....

En sendi mynd af Ólöfu Dagmar og Bröndu við matarborðiðSept 2008 010. Bröndu líst rosa vel á eggið sem Ólöf er að borða.

 

 

 

 

 

 

 

 

SjáumstCool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Verð að kommenta á þessa færslu, þar sem ég sé að ein af þínum uppáhaldsmyndum er Rokk í Reykjavík, sem mér finnst ég eiga svo mikið í þar sem pabbi elstu barnanna minni, hann Bjarni Móhíkani í Sjálfsfróun, var svo stórt atriði í þeirri ágætu mynd......blessuð sé mynning hans.........og í öðru lagi verð ég að kommenta á svona fínan, kvikmynda og bókmennta smekk.....Svo í þriðja lagi þá býst ég passlega við að þú sért Ísfirðingur og ég á mínar ættir að rekja þangað....enda skapstór í meira lagi........Ég ætla að biðla til þín núna og vona að þú takir bónorðinu um bloggvináttu.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.9.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigga mín, gott að kindurnar sluppu, en mikið er hún Branda lík Brandi.  Og Ólöf ömmudúkka sæt eins og venjulega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Sæl Elín og takk fyrir kommentið og velkomin í bloggvina hópinn minn. Ég er fædd í Reykjavík en flutti hingað vestur fyrir c.a. 10 árum. Sonur minn er reyndar innfæddur og af Vestfirðingum kominn. Bjarni Móhíkani var rosa góður. Blessuð sé minning hans. Ég þekki  sennilega eitthvað af þínu skyldfólki, gæti ég trúað.

Ásthildur mín, takk fyrir kommentið. Branda er algjör dúlla eins og Brandur.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband