21.10.2008 | 19:44
Veturinn kominn til Ísafjarðar
Þá er kominn vetur hér fyrir Vestan. Í gær voru pöntuð dekk undir Landroverinn fyrir litlar 250.000 kr....... En þar sem ég tel að líf mitt sé aðeins meira virði en það, þá lét ég slag standa og pantaði dekkin. Svo var það prinsinn sem þurfti nýjan snjógalla og prinsessan nýja kuldaskó. Við erum þá orðin góð í bili. Þessi mynd af syni mínum er reyndar tekin í fyrravetur. Það er allt hvítt hérna núna eins og þá.
Þessa mynd tók ég af tunglinu rétt áður en veturinn kom vestur. Maður svona gæti næstum náð í það.....Ótrúleg kúla.
Sjáumst
Athugasemdir
Já það er dýrt að dekkja undir bílinn, en nauðsynlegt..
Úff ekki enn kominn snjór hér, sem betur fer
Góðar myndir hjá þér
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:42
Ég myndi elska þessi dekk eins og sjálft lífið! Suma hluti þarf að framkvæma til að geta leyft sér að lifa lengur og betur. Sætur pjakkurinn í snjónum!
www.zordis.com, 24.10.2008 kl. 21:31
kærar kveðjur héðan !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.