14.9.2008 | 23:38
Nokkur "kreppuráð"
Ég er ekki viss um hvaða plánetu íslenskir ráðamenn búa á....... Hvað kallast þegar allt sem maður kaupir, hækkar og hækkar, en launin standa í stað? Þegar lánin og verðbólgan rjúka upp og "stakkars" krónan verður minna og minna virði? Ef ekki kreppa, hvað þá?... En ég luma nú á nokkrum ráðum sem ég sjálf, nú þegar tekið í notkun. Nr.1 Sódastímtækier ómissandi. Það er að vísu smá fjárfesting í græjunum en ég fór bara niður í geymslu og fann eitt nothæft og enn kosta ekkert íslenska hreina vatnið. 700 kall fyrir áfyllingu af gosi sem dugar í örugglega 10 líta af vatni. Fyrir utan hollustuna í staðinn fyrir alla lítrana af diet kókinu sem ég torgaði áður. Nr.2 Rækta eigin kartöflur.Að vísu kostar útsæðið eitthvað og smávegis vinna við þetta.... En við verðum að hugsa lengra, við þurfum að kunna þetta með eigin matvælaframleiðslu, þegar matvælaskorturinn skellur á....
En umram allt njóta lífsins þar sem maður lifir nú bara einu sinni.
Svo aðeins úr einu í annað....
Þessi yndislega Rós er akkúrat þessa dagana að skarta sínu fegursta í "Garðinum okkar"
Var einhver að tala um kreppu...... Sjáumst.
Ekki rétt að tala um kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir bloggvináttu kannast nú aðeins við að hafa séð þig enda bjó ég í víkinni í 13 ár man að þú varst einu sinni á sama tíma og ég í sumarbústað í Flókalundi þá varstu með Gullu vinnkonu minn (frænku þinni) þar hafðu það ljúft mín kæra
Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 23:09
Annaðhvort er ég eittvað firrt eða ég skulda greinilega ekki nóg - ég er langt frá því að vera í hvers konar "kreppu" ;)
Annað ráð : Kíktu á fatamarkað í Rauða Krossinum, vegna gengdarlausrar neysluhyggju undanfarið er allt morandi í nýjum og nýlegum fötum. Ég fékk t.d. karen Millen peysu, Dísel buxur, Regatta stakk og skíðabuxur og margt fleira á ca. 50-kall stykkið, skíðagalla nýjan á Rökkva á 300-kall ;)
já , svo fékk ég rúmteppi 2*2, pífulak og 2 púðaver úr Svefn og heilsu á 500 kall - bara geggjað ;)
Jæja, er að fara í sálfræðilektjúr,
verðum í bandi skvís ;)
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:55
Ég er sammála þér Jóna að maður má ekki hleypa þessu krepputali of nálægt sér og Brynja velkomin í bloggvináttu mína. Martha: Flott ráð með rauða krossinn. Ég finn einmitt ótrúlegustu hluti hjá mér í geymslunni sem ég get farið að nota aftur eftir einhvern tíma.Og stundum er bara gott að vera aðeins nægjusamur
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.