14.9.2008 | 11:05
Húsmæðrahelgi
Þessa helgina er ég búin að vera í "húsmæðraorlofi". Börnin eru í góðri pössun og ég hef bara verið að hugsað um sjálfa mig. Ég er búin að undirbúa grasasafnið mitt, svo ég fer næst að líma það inn. Reyndar eyðulöguðst nokkur tré og runnar en ég hef enn tíma til að finna ný eintök.Óperan mín nýja er alveg ágæt og mér sýnist hún ætla að virka hjá okkur og öfugt.
Hér er Árný vinkona og Frida Ópera á góðri stund í Tjöruhúsinu
Þar er ekki annað sagt en lífið er gott og skemmtilegt þessa dagana og ég er svo ánægð með að hafa dottið niður á skemmtilega námið í garðyrkjuskólanum og mér finnst þetta æðislegt. Spennandi og gefandi.
Hér er heimsins besti, sætasti og duglegasti sonur.
...og prinsessan með Bröndu.
Að lokum sendi ég mynd af okkur með Jorunni, óperan sem var hjá okkur í tvö ér en er nú farin aftur til Svíþjóðar að læra hjúkrun. Jorun er frábær og við erum mjög heppin að hafa kynnst henni.
Ólöf, Jorun, ég og Sigurjón Dagur
En nú verð ég að þjóta... það eru bara 2 tímar eftir af húsmæðraorlofinu og ég verð að nýta þá vel.
Sjáumst
Athugasemdir
Alltaf gott að fá húsmæðraorlof, þó maður sé bara með kall og hund, eins og ég
Svanhildur Karlsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:06
Þakka Þér fyrir Þessi fallegu orð, Sigga. Það er svo gaman að geta fylgst með ykkur Þarna á Iso. Þið eruð lika frábær og ég sakna ykkur svakalega mikið!
Knús frá Jorunni
Jorun (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.