Utrýming vörtunar

Í dag fór ég með mína yndislegu dóttur til læknis. Málið var að hún var með vörtu rétt fyrir neðan nefið sem var alls ekki frýnileg. Ég var búin að gera heiðarlega tilraun til að fjarlægja vörtuna fyrir um hálfu ári síðan, en hún var sem sé komin aftur og virtist ætla að slá met í stærð ,svona ef ekkert yrði að gert. Dóttirin var nú ekki alveg á því að það þyrfti eitthvað stórtækar aðgerðir við að fjarlægja greyið og spurði mig hvort hún gæti ekki bara fengið svefn pillu og svo þegar hún vaknaði yrði vinkonan farin. En læknirinn var með ráð undir hverju rifi og sagðist bara myndi deyfa húðina, svo hún fyndi ekkert til..... En dóttir mín veit alveg að nálar stinga, í lang flestum tilfellum, svo þetta sló ekki alveg í gegn. En allt þetta hafðist á endanum og vartan er farin... allavega í bili. Mér fannst hún standa sig  vel. Ágúst 2008 145Hérna er hún og auðvitað svolítið stolt enda mjög dugleg,sæt og umfram allt góð stelpa.Smile

Sjáumst.Wink

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Falleg og dugleg stelpa sem þú átt

Svanhildur Karlsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband