Björgun hestsins

Í kvöld fékk ég sérkennilega vitjun og þó. Hestur einn, Þröstur að nafni hafði fest sig ofaní skurði og kannski legið þar pönnu flatur í 12-18 tíma. Óvíst er þó með nákvæma tímasetningu. Þröstur slapp úr prísundinni en var ansi þrekaður og þreyttur en hafði ekki þrek að standa sjálfur.júlí 2008 013

Hérna liggur greyið .Bönd voru sett á hann  til að lyfta honum upp úr skurðinum. Hann var ansi blautur og kaldur enda lá hann í læk.

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 015

 

Eins og sést á þessari mynd er hesturinn kýldur niður í skurðinum og gat sig hvergi hreyft.

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 019

 

Hérna erum við  að koma honum upp úr skurðinum

 

 

 

 

 

 

 

 júlí 2008 023

Eins og sjá má er Þröstur alveg búinn á því. En örugglega dauð feginn að vera kominn á þurrt...

 

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 025

 

Hann var alveg vitlaus í að gæða sér á grasinu enda ekki mikið að narta í síðasta sólarhring eða svo.

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 027

 

Svo var að athuga hvort hann gæti staðið uppi.

 

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 030

 

Grafan var alveg nauðsynlegt tæki í björgunaraðgerðunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 035

 

Svo var hann settur í teppi og fluttur nær bænum.

 

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 039

 

Loksins kominn á næturstað með teppi undir og yfir. Svo er bara að hvíla sig og safna kröftum fyrir morgundaginn. Þá er bara að vona að Þröstur komist á lappir á ný.

 

 

 

 

 

 

júlí 2008 040

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Góða nótt.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Æi greyið, vonandi jafnar hann sig

Svanhildur Karlsdóttir, 9.7.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aumingjans karlinn, þá er nú gott að hafa dýralækni við hendina ekki satt ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband