6.7.2008 | 21:18
Dýrðlegir Dýrafjarðardagar
Á föstudaginn ákváðum við mæðgurnar að skreppa burtu úr "bænum" um helgina og taka litla prinsinn með okkur að sjálfsögðu. Þar sem sumarfríið í leikskólanum er byrjað. Keyptum okkur tjald, vindsæng, stóla og borð og brunuðum á Þingeyri. Þar voru svokallaðir Dýrafjarðardagar og ýmsar uppákomur og skemmtun.
Þarna vorum við loksins búin að tjalda herlegheitunum.
Á föstudagskvöld fórum við á tónleika hjá Lilju og Hauki í Þingeyrakirkju. Ótrúlega gaman.
Laugardagurinn var hoppukastalar, andlitsmálning og gasblöðrur....
Ólöf Dagmar var svolítið kvefuð en lét það ekki á sig fá.
Hérna er verið að blása í höfrunginn. Bleikur handa báðum.
Hér eru hressar konur úr Dýrafirðinum með allskyns spennandi varning á boðstólnum.
Sigurjón Dagur á tjaldsvæðinu.
Það var sól og blíða alla helgina.
Svo var útihátíðarstemning með gömlum kempum úr skriðjöklum og stuðkompaníinu á laugardagskvöldið, og nú með hljómsveitina Hunang. Maður komst alveg 25 ár aftur í tímann..... hjálp hvað tíminn líður hratt. En því miður náði ég ekki mynd af þessari frábæru hljómsveit þar sem batteríin voru búin í myndavélinni.
En frábær helgi og allir rosa glaðir. Þá er bara að spá í hvert stefnan verður tekin næstu helgi.
Sjáumst
Athugasemdir
Takk fyrir síðast. Ég er konan með bleika Höfrunginn
Vinkona mín sá þessa mynd af mér á moggasíðunni. Skemmtileg tilviljun
Vonandi sjáumst við aftur að ári.
kveðja úr Dýrafirðinum.
Gunnhildur (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 20:46
Vá hvað þetta eru skemmtilegar myndir Sigga mín, og börnin yndisleg, ömmukrýlin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:40
Ég er viss u að við komum aftur á næsta ári Gunnhildur.
Elsku amma takk fyrir kíkið.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.