29.6.2008 | 19:39
Pottormar
í dag er ég búin að vera í letikasti. Sofa og lesa og auðvitað passa börnin mín. En þar sem amma og afi eru hjá okkur, þá fæ ég smá tíma af og til ,fyrir sjálfa mig. Bókin sem ég las er um kaupóða konu og fíknin í að kaupa eitthvað er öllu öðru yfirsterkara. Hún notar hvert tækifæri til að versla eitthvað fáránlegt og lýgur svo að öðrum ef það hentar. Hræðilegt að lenda í klóm fíknarinnar, sama hver hún er.
En nóg um það. Ég fór svo í pottinn og tók nokkrar myndir af börnunum mínum sem fíla þennan pott alveg í botn.
Lífið er og verður ljúft.
Sjáumst.
Athugasemdir
Alveg nauðsynlegt að taka sér letidag öðru hverju, hafðu það gott
Svanhildur Karlsdóttir, 29.6.2008 kl. 20:25
Takk fyrir alveg sammála þér með letidagana. Hafðu það sem best.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:19
Ég er búin að liggja í leti í dag og í gær. Virðumst hafa misst af flugdrekarokinu fyrir vikið, en það kemur rok eftir þetta rok ;)
Verð að fara að kíkja í kaffi á næstunni.....
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:30
Það kemur örugglega flugdrekaveður á ný. Farðu endilega að kíkja. Á morgunn fer ég á Drangses í geldingarleiðangur. Gaman gaman.... Bara keyra svona c.a 500 km. En hvern munar nú ekki um það á þessum síðustu og verstu......Ég ætlaði reyndar á bíó í kvöld "sex in the city" en því var "frestað" um óákveðið.....
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.