Enn eitt Ísbjarnarbloggið

 

Ég er ekki vön að blogga nema kannski einu sinni í mánuði eða svo, en nú er nýbreytni.. farin að blogga tvisvar á dag. Get ekki orða bundist, en í fréttum í kvöld í sjónvarpinu voru auðvitað fréttir af ísbjarnarveiðunum og ég verð að segja að mér finnst nú aðeins of langt gengið, vægast sagt að veiðimennirnir láta mynda sig með hræinu. Svona eins og um þvílíkt afrek var að ræða. Var ekki alveg yfirdrifið að lóga greyinu? Ég man þegar ég var fjögra ára og veiddi "lítinn" fisk. Ég vildi endilega fá svona frægðar mynd af mér með "fiskinum" en undirtektir voru litlar. Svo loksins þegar látið var undan var ég komin í svo mikla fýlu að ég stakk fiskinum í vasann ( hann var ekki stór) og þannig endaði mínar afreksmyndir. Ég léti aldrei mynda mig með einhverju dýri sem ég dræpi enda fer ég aldrei á veiðar.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ansi stæðilegur  ísbjörn og ég hefði viljað láta deyfa hann og senda hann aftur á jakann. Ísbirnir eru í útrýmingarhættu og spurning hvort Íslendingum verði úthúðað globally fyrir þetta ???

Við verðum á endanum fræg fyrir villimennsku, lauslæti, fjársvik, gjaldþrot og blóðberg en ekki móberg ha ha ha 

Martha smarta (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband