1.9.2007 | 00:39
Í lok sumars.
Nú fer að hausta, september er kominn. Haustin finnst mér alltaf góður tími. Á námsárunum var gaman að fara í skólann og byrja nýja önn. Ég var nú svo heppin að vera í Noregi í skóla í 5 og 1/2 ár. Ótrúlegt hvað Norðmenn eru almennilegir að gefa okkur pláss. Í mínum skóla var aðeins 1 Íslendingur tekinn inn ár hvert, og þetta var bara af einskærri góðvild og frændsemi af þeirra hálfu. Ég á þeim margt að þakka. Ég hef reyndar ekki heimsótt landið, sem er eiginlega heimaland mitt númer tvö, frá því ég yfirgaf það 1998. Sumt geymir maður þar til síðar. Eitt af því fáa sem ég tók með mér frá Noregi var Sara. En Sara var scheffer hundur sem fæddist sumarið sem ég útskrifaðist. Hún dó fyrir viku síðan. Búin að þvælast með mér hvert sem ég fór. 10 ár eru ekki svo lengi að líða, þó margt gerist á þeim tíma. Ég sakna Söru minnar sárt. En nú er sólin hætt að skína hér á hjara veraldar í bili og rigningin tekin við. Bráðum kemur vindurinn, haustið og snjórinn... en sumarið líður alltof fljótt....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.