Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2008 | 23:02
Sandurinn í glasinu.....

![]() |
Lögregla í sandkassaleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2008 | 01:41
Rugldagur
Á föstudagsmorguninn vaknaði minn sonur og klæddi sig til að fara í leikskólann. Þegar hann var kominn í sokkana, sýndi hann mér gat á sokknum þar sem stóra táin stóð út úr. Hann bað um að ég "límdi" þetta saman. Hann fékk þá bara annan sokk sem var ólíkur hinum. Þegar við komum í leikskólann sá ég að ein fóstran var í brjósthaldara yfir peysunni..... Ég verð að segja að mér leist ekkert á þetta.... Var þetta eitthvað ný tíska sem ég hef algjörlega misst af? Allavega þótti mér hún frekar kræf að koma svona á leikskólann... Þá datt mér í hug að hún hefði kannski eitthvað ruglast í morgunsárið.... Á leiðinni út af leikskólanum, spurði ég eina konu sem var líka á leiðinni út, hvort hún hefði tekið eftir þessu með brjósthaldarann... Þá sagði hún: Það er RUGLDAGUR í dag og þá mega börnin og fóstrurnar koma í sitthvorum sokk, í peysu á röngunni ofl....... þá mætti ég einum litlum dreng,sem var með sokkabuxurnar á hausnum......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.9.2008 | 00:49
Vorið fæddist til þess að deyja
Kona er og verður mitt uppáhald alveg sama hvað einhver "spekúlant" á Rás 2 hefur að segja. Eiginlega er ég alveg að gefast upp á Rás 2.... alltaf sömu lögin...ekki mín uppáhalds....Ég meina eru sumir á Rás 2, orðnir einhverjir allsherjar "besservisserar"??? Sumarið er farið, það fraus í hylnum
![]() |
Bubbi hefur gert betur en á Konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2008 | 17:56
Ekki er ein báran stök


![]() |
Mulið undir Ríkislögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2008 | 15:26
Lánin endalausu......

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 10:00
Einbýli er best
Þetta er með ólíkindum, ég meina eru ekki einhver takmörk fyrir ruglinu???...... Ég man þegar ég heyrði um þetta mál fyrst og þá blöskraði mér meðferðin á Herberi og fjölskyldu og nú heldur málið áfram......... Ég styð Herbert heilshugar enda um stórgölluð lög og reglur að ræða. Raðhús orðin að blokk og svo framvegis...... Ekki skrýtið að maður fjarfestir í EINBÝLISHÚSI!!!!!
![]() |
Neitar að borga þak nágrannans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2008 | 13:56
Litlir, óboðnir gestir
Það fjölgaði á Urðarvegi 16. Það kom nýr naggrís, mjög loðinn og sætur. Það fyrsta sem dóttir mín sagði þegar hún leit hann augum: ER HANN MEÐ LÚS??? Ég var reyndar búin að sjá smá "flösu" á honum en hvenær eru mín dýr veik eða með lús? Aldrei.......En lús var það og þvílíkt magn á einum naggrís. Hann greinlega iðar eða iðaði. Nú er hann búinn að fá "meðferð" og líka félagi hans sem við áttum fyrir. Sendi ykkur mynd af herlegheitunum..... Ekki alveg laust við að manni fari aðeins að klæja......
Sjáumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 08:08
Árrisult svín
Ótrúleg frekja í þessum svínum.....ég meina vekja mann klukkan 5 á morgnanna! Caroline gerði bara ein mistök, það var að láta ekki bara gelda Brúsa og þá hefði hann kannski haldið sig á mottunni....
![]() |
Göltur heldur konu í gíslingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 09:25
Er nauðsynlegt að senda þá......?
Ekki er nú öll vitleysan eins. Það sem mér fannst eftirtektavert við þetta hjá Ingibjörgu, er þessi endalausa bjartsýni yfir framtíðinni... og nú á að taka til hendinni og hjálpa til....en það er gott, þá fer ekki almenningur á hausinn....... En eitt finnst mér óhófleg bjartsýni og það er þetta með að "senda áhættufíklana í meðferð" Hingað til hefur fólk þurft að velja það sjálft að fara í meðferð, en ekki vera send í hana. Þetta á við um flesta fíkla, og örugglega líka áhættufíkla.....
![]() |
Áhættufíklar sendir í meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2008 | 09:26
Kindur,klukk og kisa
Í gær þurfti ég að skreppa aðeins út í sveit og á leiðinni í myrkri og roki munaði minnstu að ég keyrði niður tvær kindur. Ég var ekki á mikilli ferð (sem betur fer) og bremsuborðarnir brunnu yfir. Á meðan ég lá á bremsunni, og reyndi að koma í veg fyrir slys, þá hugsaði ég: ég keyri ekki á þessar kindur, ég hef "sloppið" við það hingað til og ég skal sleppa áfram...... og þær rétt sluppu, sem betur fer.
En ég var klukkuð...
Fjögur störf sem ég hef unnið:
- Fiskvinnsla í Hraðfrystistöðinni Reykjavík, sumarið 1984
- Sveitastörf í minni ylhýru sveit á Hvítanesi í Skilmannahrepp (mörg sumur)
- Ísbúð (fór þá aðeins að bæta á mig, þrátt fyrir að hlaupa heim eftir vinnu sem var c.a. 10 km
- Héraðsdýralæknir á Ísafirði
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- Fargo
- The Shawshank redemption
- Rokk í Reykjavík
- Cars
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Reykjavík Alltaf með reglulegu millibili
- Akureyri Einn vetur 1987-1988
- Osló 1991-1998
- Ísafjörður 1999- er hér enn....
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Aðþrengdar eiginkonur (algjörlega í uppáhaldi)
- Bráðavaktin (alltaf nóg að gerast)
- Beðmál í borginni
- Dýrin mín stór og smá.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Grikkland
- Lanzarote
- Franska Riverían
- Í sumarbústaðinn hjá bróður mínum.Bústaðurinn er rétt fyrir utan Reykjavík, kannski maður byggi sér lítinn kofa þar í framtíðinni... hver veit?
Fjórar síður sem ég skoða:
- BB.is
- MBL.is
- Skutull.is
- Skóli.is Námið í garðyrkjuskólanum á hug minn allan þessa dagana.
Fernt sem ég held upp á að borða
- Lasagnae, sem ég bý til sjálf
- Djúpsteiktar rækjur
- Lambalæri ala mamma
- Draumur frá Freyju, svona litlir bitar.. namm
Fjórar bækur sem ég held upp á:
- Berlínaraspirnar Anna B Ragde
- Kuðungakrabbi Anna B Ragde
- Þrúgur reiðinnar John Steinbekk... Lang lang besta bók sem ég hef lesið
- Sjálfstætt fólk Meistaraverk
Fjórir staðir sem ég vildi vera á:
- Á Skarpó ásamt fjölskyldunni
- Karapískahafinu
- Labba laugaveginn í góðu veðri Frá Landmannalaugum í Þórsmörk
- Hestaferð .... en ekki á Dyjandisheiðinni í rigningu og roki
Fjórir sem ég ætla að klukka:
- Sigurjón Þórðarson
- Jóna Ben
- Nanna
- Vefritið.....
En sendi mynd af Ólöfu Dagmar og Bröndu við matarborðið. Bröndu líst rosa vel á eggið sem Ólöf er að borða.
Sjáumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)