Miðvikudagsblús

Börnin sofnuð, prófin búin...Ég hef sem sagt tíma til að blogga. Það er stutt síðan (bara fáeinir mánuðir) , þegar fólk flykktist um bæinn vegna hækkunar á bensínverði.... og ýmsu öðru. Í dag er allt búið að hækka, fólk missir vinnuna, fólk þiggur 50% stöður frekar en að hætta. Lánin hækka, verðbólgan hækkar og enginn getur risið upp á móti þessu svo um muni. Ástandið er vægast sagt skelfilegt. Hvað er til ráða? Flytja úr landi. Skila lyklunum. Fara á hausinn. Hætta að borga. Hætta að borða..... Nei þetta gengur ekki svona. Hvernig væri að frysta vísitöluna smá stund. Hvaða gagn er í að frysta lánin? Hækkunin bætist bara við höfuðstólinn. Svona eins og að pissa á sig þegar manni er kalt til að hlýja sér....... það verður ÍSKALT mjög fljótlega. Er ekki að fatta hvernig hægt er að komast í þá stöðu sem við erum nú.....See you.Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Lánskjaravístalan er okkar Akkelísarhæll. Gott og vel að peningamenn vilji fá tryggingu fyrir sínum eignum í verðbólgu. Það þarf ekki að þýða að útreikningur þessarar lánskjaravísitölu sé heilagur sannleikur. Ég lenti í hinu fræga misgengi árið 1983. Nýbúinn þá að kaupa mína fyrstu íbúð á Akranesi og Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson sem þá stýrðu ríkisstjórn ákváðu að banna vísitölu á laun en láta hana vera óhefta áfram á lánunum í 100% verðbólgu. Hugsaðu 100%, nú er 18%. Ég er enn með eitt lán síðan þá. Þetta eru þær hremmingar sem almenningi er boðið upp á. Þegar "eignamenn" klúðra einhverju eiga þeir sem skulda að bjarga þeim. Það virðist óhjákvæmileg staðreynd. Fólk kýs alltaf varðhunda eignamanna til að stjórna og afdankaðir stjórnmálamenn eru settir yfir peningamálin í seðlabankanum. Svona er þetta bara og hefur verið í áratugi....því miður.

Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 22:01

2 identicon

Oh, ég gæti pirrað mig gráhærða á þessu andsk... siðleysi ráðamanna og heimskingjahætti. Sérstaklega þegar þessir þjónar okkar sem eiga að stjórna landinu og varðveita hag almennings drulla yfir hann og huga aðeins að sínum persónulegu kjörum og lífsgæðum.

Koma þessu liði í burtu - þeir geta fengið sér störf annar staðar- svona eins og fólk gerir vanalega þegar það er rekið úr vinnu fyrir vanhæfni og fjárdrátt - því athæfi þeirra eru ekki annað en fjárdráttur t.d. lífeyrisréttindi þeirra, sérsamin og hrokafull - þeir sýna almennum ellilífeyrisþegum fokkmerki með þessum sérsamningum sínum. Ógeð og hreinn og klár stuldur. Skil ekkert í því af hverju ekki er hægt að sækja þetta fólk til saka - svo væla sjálfstæðismenn í útvarpinu og reyna að "redda" þessu fokki sínu - skilja þeir ekki að almenningur hefur ríka ástæðu til að heimta uppstokkun - nei, kannski vilja þeir bara meiri tíma til að breiða yfir aðrar óupplýstar syndir.......?

p.s. reyndi að hringja í þig um daginn en þú ert svo bissí lady ;) - call you later,

jólakveðja frá okkur Guðjóni :*

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband